Hanna Þráinsdóttir sem spilar með lið New York (NYU) háskólans í 3. deld háskólakörfuboltans tryggðu sér í gær svæðisdeildar titilinn í UAA deildarinnar annað árið í röð.
Síðustu tveir leikir NYU voru erfiðir útileikir sem báðir unnust. Sá fyrri gegn Emory University í Atlanta sem vannst 64-60 og Hanna skoraði 6 stig gaf þrjár stoðsendingar og tók eitt frá kast á 18 mínútum spiluðum. Sá seinni var gegn liði Rochester University í New York vannst líka með 72-62. Í þeim leik var Hanna með 2 stig, fjögur fráköst og 2 stoðsendingar á þeim 15 mínútum sem hún spilaði. Þegar einum leik er ólokið í svæðisdeildinni hefur lið Hönnu NYU unni 21 leik og tapað tveimur.
Með svæðismeistaratitlinum og spá þjálfara og íþróttafréttaritara (ranking) um 6. sæti á landsvísu er nær öruggt að NYU liðið hefur tryggt sér eitt af 32 sætum sem verður úthlutað í NCAA úrslitakeppnina um landsmeistaratitilinn sem fram fer í mars.