spot_img
HomeFréttirHanna meðal 30 kvenna í NCAA vali á konu ársins 2022

Hanna meðal 30 kvenna í NCAA vali á konu ársins 2022

Í gær tilkynnti Háskólaíþróttasamband Bandríkjanna (NCAA) að Hanna Þráinsdóttir körfuknattleiks- og frjálsíþróttakona væri meðal 30 kvenna sem tilnefndar hafa verið til kjörs á ,,Kona ársins 2022“ í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum. Hanna  hefur verið boðuð til verðlaunahátíðar NCAA  vegna valsins á konu ársins sem haldin verður í San Antonio í Texas í janúar. Við valið er tekið tillit til fjögurra megin þátta sem eru íþróttaárangur, námsárangur, leiðtogahæfileikar og samfélagsleg virkni.

Tilnefningin er gríðarlegur heiður fyrir Hönnu en hún er fyrsta íslenska konan sem hlotið hefur slíka tilnefningu en hún lauk námi frá Georgian Court University í vor. Samkvæmt tölum frá Háskólaíþróttsambandi Bandríkjanna frá 2020 eru 1098 háskólar aðilar að sambandinu sem reka íþróttadeildir með samtals 24 íþróttagreinum í karla og kvennaflokki, með 504.000 íþróttamönnum, þar af 223.000 konum.

Úr þessum fjölmenna hópi kvenna tilnefndu háskólarnir upphaflega 577 konur til heiðursins sem í ágúst mánuði var fækkað niður í 156 og í gær var svo eins og áður sagði tilkynnt um þær 30 konur sem ,,Kona ársins 2022“ í háskólaíþróttunum verður valin úr í janúar n.k. 

Fréttir
- Auglýsing -