Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions unnu sinn fjórða leik í röð í kvöld er þær lögðu lið Concordia í bandaríska háskólaboltanum, 67-92. Mikið hefur verið um frestanir vegna heimsfaraldurs Covid-19 í deild þeirra, en liðið hefur síðan að tímabilið fór af stað fyrir nokkrum vikum unnið alla leiki sína.
Á 33 mínútum spiluðum skilaði Hanna laglegri tvennu, 13 stigum og 10 fráköstum, en við það bætti hún 2 stoðsendingum, stolnum bolta og 3 vörðum skotum. Næsti leikur Lions er komandi þriðjudag 9. febrúar gegn Caldwell University.