Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions unnu í kvöld lið Dominican Chargers í kvöld í bandaríska háskólaboltanum, 69-76. Mikið hefur verið um frestanir á tímabilinu vegna Covid-19, en leikurinn var sá fyrsti sem liðið leikur í deildinni í vetur.
Hanna lék 30 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hún 22 stigum, 10 fráköstum og 3 vörðum skotum, en hún leiddi liðið í stigaskorun. Næsti leikur liðsins er svo gegn Nyack College komandi laugardag 30. janúar.