Undir 18 ára lið Íslands lagði Austurríki í framlengdum leik með minnsta mun mögulegum, 89-88, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu. Liðið hefur því unnið einn og tapað einum þegar fyrstu tveir leikir riðlakeppninnar eru að baki.
Fréttaritari Körfunnar í Ploiesti ræddi við þær Fjólu Gerði Gunnarsdóttur og Hönnu Gróu Halldórsdóttur um leikinn kaflaskipta gegn Austurríki og hvernig þær séu stemndar fyrir næsta leik, komandi miðvikudag, gegn gríðarlega sterku liði Tékklands.