spot_img
HomeFréttirHanna atkvæðamikil í fimmta sigurleik Georgian Court Lions í röð

Hanna atkvæðamikil í fimmta sigurleik Georgian Court Lions í röð

Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu í kvöld lið Caldwell University í bandaríska háskólaboltanum, 72-53. Leikurinn sá fimmti sem Lions leika á tímabilinu, en þær hafa unnið alla fimm.

Á 25 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Hanna 6 stigum, 9 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og 4 vörðum skotum. Næsti leikur Lions er komandi fimmtudag 11. febrúar gegn Nyack College, en það er í annað skiptið sem þær leika gegn þeim í vetur. Fyrri leikinn unnu þær þann 30. janúar með 7 stigum, 69-62.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -