Hanna atkvæðamikil er Georgian Court tryggðu sig upp úr fyrstu umferðinni - Karfan
spot_img
HomeFréttirHanna atkvæðamikil er Georgian Court tryggðu sig upp úr fyrstu umferðinni

Hanna atkvæðamikil er Georgian Court tryggðu sig upp úr fyrstu umferðinni

Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu Concordia í fyrstu umferð úrslitakeppni 2. deildar NCAA, 54-61. Concordia eru því úr leik á meðan að Hanna og Georgian Court fara áfram í næstu umferð.

Hér má sjá úrslitakeppnina

Á 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 7 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti.

Það er stutt á milli leikja hjá Georgian Court, en leikur þeirra í næstu umferð er nú í kvöld, laugardag 13. mars, gegn liði Daemen.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -