Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu Concordia í fyrstu umferð úrslitakeppni 2. deildar NCAA, 54-61. Concordia eru því úr leik á meðan að Hanna og Georgian Court fara áfram í næstu umferð.
Á 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 7 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og vörðu skoti.
Það er stutt á milli leikja hjá Georgian Court, en leikur þeirra í næstu umferð er nú í kvöld, laugardag 13. mars, gegn liði Daemen.