Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions lögðu í gærkvöldi Assumption College í bandaríska háskólaboltanum, 53-46.
Fyrir leikinn í gærkvöldi hafði Georgian Court tapað fimm í röð, en það sem af er tímabili hafa þær nú unnið þrjá og tapað sjö leikjum.
Á 28 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Hanna 10 stigum, 8 fráköstum, stolnum bolta og vörðu skoti.
Næsti leikur Hönnu og Georgian Court er þann 30. desember gegn Wilmington University.