11:40
{mosimage}
(Grétar í leik með Þór gegn Haukum á síðasta tímabili)
Hamarsmenn eru að styrkja sig í körfunni því þeir hafa fengið til sín Grétar Inga Erlendsson frá Þór úr þorlákshöfn og eru einnig að vonast eftir því að Hattarmaðurinn Viðar Örn Hafsteinsson komi til liðsins en hann hyggur á nám við Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Miðherjinn stóri og sterki, George Byrd, mun spila áfram með liðinu en um skeið leit út fyrir að hann myndi ekki koma aftur.
Grétar er 24 ára miðherji sem á að baki 26 leiki fyrir Þór í úrvalsdeildinni. Hann lék 4 leiki með liðinu síðasta vetur og var þá með 8,3 stig og 4,5 fráköst að meðaltali á 15 mínútum í leik en fyrri hluta tímabilsins var hann í skóla í Bandaríkjunum.
Koma Grétar er mikilvæg ekki síst þar sem Svavar Páll Pálsson glímir við meiðsli á öxl.
Viðar hefur spilað stórt hlutverk með Hetti síðustu ár en hann er 22 ára framherji. Viðar var með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í 1. deildinni síðasta vetur auk þess að hitta úr 46% þriggja stiga skota sinna.
mynd: [email protected]
visir.is