Hamarsmenn hamflettir í Origohöllinni

Í kvöld hófst önnur umferð í Subway deild karla. Valsmenn, sem unnu seiglu útisigur á móti Þór í fyrstu umferð, taka á móti Hamarsmönnum sem töpuðu naumlega á heimavelli fyrir Keflavík. Fyrirfram mátti búast við auðveldum sigri Valsmanna á móti nýliðunum. Leikurinn þróaðist á þá leið að eftir jafnan fyrsta leikhluta þá tættu Valsmenn Hamarsmenn í sig og gjörsigruðu 100:64

Fyrsti leikhluti byrjaði fjörlega, bæði lið hittu vel til að byrja með, boltinn vítateiganna milli. Þegar róteringin byrjaði, þá fóru skotin að geiga stundum hjá Hamarsmönnum sem skilaði sér í 27-24 forystu að fyrsta leikhluta loknum.

Annar leikhlutinn héldu Valsmenn áfram að hitta afburða vel og settu niður tvær þriggja stiga körfuráður en Hamarsmenn svöruðu fyrir sig. En Frank Booker setti upp sýningu og raðaði niður þriggja stiga skotunum, síðan tóku aðrir við og juku forystu Vals hægt og rólega. Munurinn orðin 20 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. Hittni Hamarsmanna var hrikaleg, eftir frábæran fyrsta leikhluta. Staðan í hálfleik 56 – 31 fyrir Val. Hamarsmenn skoruðu aðeins 7 stig í þessum leikhluta.

Maður bjóst við að Hamarsmenn myndu mæta dýrvitlausirinn í seinni hálfleikinn, en staðinn misstu þeir boltann ítrekað, létu Valsmenn stela honum af sér og tóku síðan ílla ígrunduð skot. Valsmenn voru komnir með 33 stiga forystu þegar leikhlutinn var hálfnaður. Staðan eftir þrjá leikhluta 77-42 fyrir Val og leikurinn í raun búinn.

Hjá Valsmönnum kom framlag frá öllum leikmönnum liðsins, Kristinn Páls var með 16 stig, Booker með 15 og Kristó með 14

Hjá Hamar var fátt um fína drætti Raggi Nat var þeirra skástur með 12 stig og 12 fráköst.

Það má hrósa fyrir mætingu á þennan leik, vel mætt bæði frá Hamar og Val, sérstakt hrós fá vaskar og ungar trommusveitir beggja liða.

Næstu leikir þessara liða verða leiknir 19. okt, Valsmenn heimsækja Keflavík á meðan Hamar tekur á móti Stjörnunni.

Tölfræði leiks