Einn leikur fór fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Í Dalhúsum lagði Hamar heimamenn í Fjölni, 94-104. Atkvæðamestur fyrir Hamar í leiknum var Michael Philips með 22 stig og 12 fráköst á meðan að Matthew Carr dróg vagninn fyrir heimamenn með 38 stigum og 6 stoðsendingum.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2021/03/158286232_256231102670250_7329256899990371836_n-1024x683.jpg)
Hamar eftir leikinn í 1.-4. sæti deildarinnar með 14 stig líkt og Breiðablik, Álftanes og Sindri á meðan að Fjölnir eru í 7.-9. sætinu með 6 stig líkt og Hrunamenn og Selfoss.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2021/03/159369672_441120517306416_7000702503382186301_n-1024x683.jpg)
Bæði lið leika næst komandi föstudag 12. mars. Hamar heima gegn Álftanesi á meðan að Fjölnir tekur á móti liði Breiðabliks.
Fjölnir: Matthew Carr Jr. 38/6 stoðsendingar, Viktor Máni Steffensen 13, Johannes Dolven 12/8 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 7, Ólafur Ingi Styrmisson 6, Daníel Ágúst Halldórsson 5, Sófus Máni Bender 5, Karl Ísak Birgisson 4/6 fráköst, Gauti Björn Jónsson 4, Guðmundur Aron Jóhannsson 0, Fannar Elí Hafþórsson 0, Daníel Bjarki Stefánsson 0.
Hamar: Michael Maurice Philips 22/12 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 20, Jose Medina Aldana 19/7 fráköst/11 stoðsendingar, Ruud Lutterman 16/5 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 14, Steinar Snær Guðmundsson 7, Pálmi Geir Jónsson 3/5 fráköst, Ragnar Magni Sigurjónsson 2, Eyþór Lár Bárðarson 1, Óli Gunnar Gestsson 0, Arnar Dagur Daðason 0, Sigurður Dagur Hjaltason 0.