Hamar lagði Skallagrím í Hveragerði í kvöld í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild karla.
Hamar ná því aftur yfirhöndinni í einvíginu 2-1, en næsti leikur er í Borgarnesi.
Fyrstu tveimur leikjum einvígis liðanna skiptu liðin á milli sín, þar sem Hamar vann fyrsta leik í Hveragerði, en Skallagrímur jafnaði metin í leik tvö í Borgarnesi.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í Subway deildinni.

Úrslit kvöldsins
Úrslitaeinvígi – Fyrsta deild karla
Hamar 109 – 89 Skallagrímur
(Hamar leiðir einvígið 2-1)
Hamar: Jose Medina Aldana 39/6 fráköst/10 stoðsendingar, Brendan Paul Howard 21/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 17/10 fráköst, Elías Bjarki Pálsson 15/4 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 10/5 stoðsendingar, Alfonso Birgir Söruson Gomez 5, Daníel Sigmar Kristjánsson 2, Daði Berg Grétarsson 0, Halldór Benjamín Halldórsson 0, Egill Þór Friðriksson 0, Haukur Davíðsson 0, Baldur Freyr Valgeirsson 0.
Skallagrímur: Keith Jordan Jr. 36/9 fráköst, Milorad Sedlarevic 22/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 11/9 fráköst, David Gudmundsson 5, Bergþór Ægir Ríkharðsson 5/6 fráköst, Almar Orn Bjornsson 4, Marino Þór Pálmason 3, Orri Jónsson 3, Kristján Örn Ómarsson 0, Benjamín Karl Styrmisson 0, Almar Orri Kristinsson 0, Bjartur Daði Einarsson 0.