spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar sigraði orrustuna um Ingólfsfjall

Hamar sigraði orrustuna um Ingólfsfjall

Tímabil grannana Hamars og Selfoss fór af stað í gær með innbyrðis viðureign liðanna. Merkilegur leikur fyrir margar sakir, en kannski helstar þær að þar voru tveir ungir þjálfarar að stýra liðum sínum í fyrsta skipti, Chris Caird með Selfoss og Máté Dalmay með drengi sína í Hamri. Leikurinn sjálfur, sem nefndur hefur verið orrustan um Ingólfsfjall, var spennandi frá byrjun til enda.

 

Í upphafi leiks fóru gestirnir úr Hveragerði í forystu. Leiddu 17-24 eftir fyrsta leikhluta. Þegar í hálfleik var komið höfðu heimamenn í Selfossi rétt hlut sinn, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 43-37 heimamönnum í vil.

 

Í upphafi seinni hálfleiksins vinnur Hamar svo niður forystu Selfoss og allt er jafnt fyrir lokaleikhlutann, 63-63. Í fjórða leikhlutanum gerðu Hamarsmenn svo það sem þurfti til að sigla góðum 9 stiga, 81-90, vinnusigri í höfn.

 

Everage Lee Richardson var frábær í liði Hamars í gær, skoraði 32 stig og tók 6 fráköst á tæpum 36 mínútum spiluðum.

 

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -