spot_img
HomeFréttirHamar/Selfoss sigraði Fjölni

Hamar/Selfoss sigraði Fjölni

23:53

{mosimage}

Bojan Bojovic ver skot Níels Dungals 

Nú rétt áðan lögðum við Fjölnismenn í síðasta heimaleik okkar í Iceland Expressdeildinni í vetur nokkuð sannfærandi 87 – 75 og var sigrinum aldrei stefnt í teljandi hættu

Leikurinn fór vel af stað og setti Bojan niður þrist úr horninu. Fjölnir náðu ekki að nýta sína sókn og Svavar setti niður 2 stig og fékk skot að auki en vítið rataði ekki ofaní. Sovic og Kareem Johnson settu niður sitthvora körfuna og minnkuðu muninn í 5-4.

Bojan setur 2 stig en Johnson svarar. Svavar fær tvö vítaskot og hittir úr fyrra skotinu. Bojan og Marvin setja niður 2 stig hvor og Byrd læðir inn einum þrist. Marvin skorar síðan og breytir stöðunni í 17-6 eftir gott 10-0 áhlaup. Johnson skorar 2 stig en Lalli svarar með þrist og Marvin fylgir á eftir í næstu sókn með 2 stig. Fjölnir skora 7 næstu stigin en Bojan klárar leikhlutann með flautu-þrist. staðan 25-15 eftir fyrsta leikhluta og Hamarsliðið í góðum gír.. pressa nokkuð stíft og hátt uppi er það að virka vel á Fjölnisliðið. 

 

Rikki byrjar síðan annan leikhlutann á þrist. Johnson setur 2 stig, en Svavar svarar með 2. Níels Dungal skorar og nælir í villu á Lalla og setur niður aukastigið. Rikki setur niður annan þrist, Sovic skorar 2 stig, en Lalli svara með þrist og Marvin setur svo tvö stig. (38-22) Soviv skorar 2 stig og Árni Ragnars fer á línuna og setur seinna skotið niður. Síðan skiptumst við á körfum við Johnson og Níels Dungal bindur enda á leikhlutann með þriggjastiga körfu og minnkar muninn í 11 stig, 47-36 eru hálfleikstölur.

Í hálfleik var síðan Skutlukeppni á milli styrktaraðila körfuknattleiksdeildarinnar, en hún gengur út á að búa til pappírsskutlu og kasta henni sem lengst. Í verðlaun var síðan utanlandsferð frá IcelandExpress en þetta var vegna þess að leikurinn í kvöld IcelandExpress leikur umferðarinnar það var Daði Steinn fyrir hönd Pizza Hveragerði sem kastaði sinni skutlu lengst og fékk þar af leiðandi utanlandsferðina.

 

Þriðji leikhlutinn var með svipuðu sniði og fyrstu tveir, nema að þristarnir voru ekki alveg að detta hjá okkur. Marvin setti að vísu einn þrist en Rikki reyndi 3x en var alltaf millimetrum frá því. við liðin skiptust nokkurnveginn á körfu, en við skoruðum þó tvær á móti einni 51-36, 51-38, 55-38, 55-40, 60-40, 60-44, 62-44, 62-48, 64-48, 64-50. það var því 14 stiga munur á liðunum þegar síðasti leikhlutinn hófst. það var nokkuð greinileg í þessum leikhluta hver styrkur Fjölnisliðsins er, því Kareem Johnsons skoraði 12 af þeim 14 stigum sem Fjölnir skoraði í fjórðungnum, á meðan meðan við dreifðum okkar 17 stigum á 6 menn (Byrd 6, Marvin 3, Rikki 2, Lalli 2, Bojan 2, Haddi 2)

 

Í fjórða leikhlutanum komu Fjölnismenn nokkuð einbeittir til leiks og Þorsteinn Sverrisson var funheitur og skoraði fyrstu 10 stig Fjölnismanna í leikhlutanum en var þá skipt útaf. Stigaskorið var nokkuð jafnt og hélst munurinn 10-14 stig megnið af tímanum  en fór mest upp í 18 stig. Lokatölur urðu 87-75 og við eigum ágætis möguleika á að halda 8. sætinu. til að það verði ekki þurfa Tindastólsmenn að vinna báða sína leiki sem þeir eiga eftir (KR heima og Fjölni úti) en við þurfum þá að tapa fyrir Haukum sem eru fallnir úr deildinni og hafa ekkert til að spila uppá nema stoltið.

 

Bojan (2 varin skot, 7 fráköst) og Rikki voru stigahæstir hjá okkur með 20 stig, Marvin skoraði 13 stig, en Kareem Johnson náði að halda Byrd í 12 stigum (13 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolnir boltar, 1 varið skot). Lalli skoraði síðan 11 stig (4 fráköst, 3 stoðsendingar, 4 stolnir boltar), Svavar skoraði 7 stig en Bragi og Haddi (1 varið skot) skoruðu báðir 2 stig.

 

www.hamarsport.is

 

Mynd: www.hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -