spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar með þægilegan sigur í Hólminum

Hamar með þægilegan sigur í Hólminum

Í Hólminum mættust Snæfell og Hamar á föstudagskvöldi, líklegast greiðfært fyrir Hvergerðinga eftir rigningu og hita síðustu daga.

Úr óvætri átt
Þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður þá virtust gestirnir ætla að eiga rólegt kvöld í Hólminum. Þeir skoruðu að vild og heimamenn sóttu lítið á körfuna. Gestunum virtist líða alltof vel inn á vellinum og áttu erfitt með að setja sig í gírinn í 2. Leikhluta og heimamenn fengu sjálfstraust með þá Aron Inga og Ísak Örn í fararbroddi.

Þeir félagar opnuðu vörn Hamars trekk í trekk og á meðan var hreyfanleiki í vörninni hjá Snæfell. Hamar hinsvegar langt frá því að sýna klærnar, það var helst Maté þjálfari sem sýndi þær og átti hann að því virtist ekki orð yfir leik sinna manna. Snæfell kom muninum niður fyrir 10 stig í fjórðungnum. Fínasti kraftur í ungu strákunum sem komu inn á, Kristófer Kort smellti þrist eftir aukasendingu (boom, boom pass) gaman að sjá.

Gæðin sýndu sig

Gestirnir úr blómabænum sýndu af hverju þeir eru í 3. sæti deildarinnar þeir náðu aftur 20 stiga mun með góðri vörn og gáfulegum sóknarleik. Þeir sóttu mikið inn í teig þar sem Hólmarar eru hvað veikastir fyrir og uppskáru auðveldar körfur. Í fjórða leikhluta byrjuðu gestirnir af krafti og svo rann leikurinn út í sandinn eins og stundum áður. Öruggur sigur Hamars 63-99.

Helstu punktar
Hamar tók 26 fleiri fráköst en Snæfell (48-22)
Sóknarfráköstin voru alls 15 hjá gestunum
Snæfell gáfu einungis 4 stoðsendingar
Snæfell vann 2. Leikhluta 19-15 og spiluðu frábærlega á þeim kafla

Tölfræði leiks

Myndasafn (Sumarliði Ásgeirsson)

 

Umfjöllun / Gunnlaugur Smárason

Fréttir
- Auglýsing -