Hamar leiðir í hálfleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum, 33-37. KR byrjaði leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 15-11. Hamarsstúlkur hröðuðu leiknum töluvert í öðrum leikhluta og uppskáru 4 stiga forskot í hálfleik, 33-37.
Kristrún Sigurjónsdóttir er atkvæðamest Hamarsstúlkna með 15 stig en hjá KR er það HIldur Sigurðardóttir með 10 stig.
Stútfullt er í DHL höllinni og vægast sagt góð stemming. Óhætt er að fullyrða að enginn er svikinn af körfuboltaveislu sem þessari.