Samkvæmt ákvörðun stjórnar KKÍ í vikunni sem er að líða fór aðeins eitt lið upp úr fyrstu deild karla þetta tímabilið, lið Hattar. Venjulega fara tvö og tvö fara á móti niður og hefur liðið sem var sæti neðar en Höttur í fyrstu deildinni, Hamar, bent á það eftir að ákvörðunin var gerð ljós að hún væri þeim ekki að skapi, þar sem nánast engu hafi munað á liðunum, innbyrðisviðureign á þeirra heimavelli væri enn óleikin og einnig að frestaðir leikir hefðu haft áhrif.
Rétt í þessu sendi stjórn félagsins frá sér yfirlýsingu. Þar sem þeir hvetja KKÍ til þess að endurskoða sína ákvörðun, þar sem þeir telji hana hreinlega ólöglega. Tilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan.
Yfirlýsing Hamars:
Í tilefni ákvörðunar stjórnar KKÍ um lok keppnistímabilsins 2019/2020 í körfuknattleik.
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars lýsir yfir óánægju sinni með
ákvörðun stjórnar KKÍ um það hvernig keppnistímabilinu 2019/2020
er lokið.
Við fordæmum vinnubrögð stjórnar KKÍ, úrslit eiga að ráðast á
leikvelli en ekki við fundarborð KKÍ.
Ákvörðun stjórnar KKÍ er að okkar mati ólögleg.
Við hvetjum stjórn KKÍ til að endurskoða ákvörðun sína.
Með vinsemd og virðingu
f.h. körfuknattleiksdeildar Hamars
Lárus Ingi Friðfinnsson formaður