Það var boðið uppá mjög sveiflukenndan leik hér í Hveragerði í kvöld. 1. leikhluti var algerlega eign heimamanna ( Everage ) eftir leikhlutann leiddu heimamenn með 28 stigum gegn 14 stigum frá gestunum. Everage gerði ,, aðeins ‘’ 18 stig í leikhlutanum. Sem verður að teljast býsna gott. Í öðrum leikhluta hélst munur svipaður á liðunum en þó með nokkrum kippum á báða bóga. Staðan í hálfleik 50 – 35 fyrir heimamenn og allt virtist stefna í nokkuð þægilegan sigur hér á heimavelli.
Það breyttist fljótlega í 3. leikhluta, en hann var eign gestanna eftir átta mínútna leik í þá var staðan skyndilega orðin jöfn 60 – 60 og leikurinn orðinn aftur að leik. Allt orðið galopið. Hamarsmenn leiddu með 5 stigum eftir 3. leikhluta. Spennan farinn að magnast upp fyrir 4. leikhlutann, í honum hélst munur nokkuð svipaður, gestirnir voru að narta í hælana á heimamönnum lengi vel, en eftir u.þ.b. 7 mínútur af leikhlutanum var munurinn kominn í 10 stig. Það má segja að heimamenn hafi gert það nokkuð vel að sigla sigrinum heim eftir það.
Bestu leikmenn:
Bestir heimamanna í kvöld voru Everage og Pálmi, hjá gestunum var Christian Cunningham maðurinn sem dró vagninn.
Vendipunkturinn:
Það er erfitt að setja einhvern ,, einn “ þannig eftir leikinn í kvöld.
Hvað þýða úrslitin:
Hamarsmenn sitja á toppnum og fara næst í Borgarnes þar sem þeirra bíður krefjandi útivöllur. Selfyssingar fá sjóðheita Hattarmenn í heimsókn og þurfa að fara hefja stigasöfnun.
Menn kvöldsins:
Það fellur í skaut þeirra Christian Cunningham og Everage. Þeir eru með 33 og 29 í framlag.
Dómarar:
Aðalsteinn Hjartarson, Egill Egilsson. Tja…
Tuðið:
Af hverju eru sjóðheitir leikmenn teknir út af?
Umfjöllun / Sveinbjörn Jón Ásgrímsson