spot_img
HomeFréttirHamar bjargaði sér frá falli í Smáranum

Hamar bjargaði sér frá falli í Smáranum

09:17 

{mosimage}

 

 

Breiðablik og Hamar mættust í botnslag Iceland Express deildar kvenna í gærkvöldi og voru það Hamarskonur sem unnu frækinn 57-85 útisigur á Blikum. Lokatölur leiksins eru ekki alveg í samræmi við leikinn sjálfan en Hamar var þó oftast skrefinu á undan og þegar skammt var til leiksloka sprungu Blikar og gestirnir gengu á lagið og höfðu að lokum stórsigur. Framan af var leikurinn jafn en tilraunir Blika til þess að jafna metin í leiknum brugðust og þá opnuðust allar flóðgáttir.

 

Latreece Bagley fór á kostum í liði Hamars með 30 stig og 16 fráköst en Hafrún Hálfdánardóttir átti einnig fínan dag hjá Hamri með 13 stig og 13 fráköst. Hjá Breiðablik var Victoria Crawford atkvæðamest með 29 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar en Telma B. Fjalarsdóttir gerði 15 stig fyrir Blika og tók 20 fráköst.

 

Það kemur því í hlut Blika að leika í 2. deild á næstu leiktíð en það á eftir að ráðast hvaða lið kemur upp úr 2. deild og leikur í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Eins og sakir standa um þessar mundir eru það Fjölnir, KR og Ármann/Þróttur sem skipa þrjú efstu sætin í 2. deild.

 

Myndir: Snorri Örn Arnaldsson – [email protected]

 

{mosimage}

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -