spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHamar áfram á toppi deildarinnar - Tveggja hesta kapphlaup framundan

Hamar áfram á toppi deildarinnar – Tveggja hesta kapphlaup framundan

Hamar sigraði Snæfell 108-79 í Hveragerði í kvöld. Hamarsliðið lék í kvöld án Everage og Matej Buovac, en í lið Snæfells vantaði Anders Adersteg. Lykillmenn í báðum liðum vant við látnir og því tækifæri fyrir aðra að stíga upp.

Ekki sýndu liðin mikla varnar tilburði í upphafi leiks og bæði lið fengu mikið af auðveldum körfum í upphafi, 14-17 eftir 4 mínútna leik. Heimamenn hertu þó aðeins tökin og náðu forskoti 29-25 eftir fyrsta fjórðung.

Í öðrum leikhluta náðu Hamarsmenn að brúa bilið jafnt og þétt og vörnin aðeins skárri. Gestirnir réðu illa við Ragnar Jósef sem átti flottann leik og Hamar byggði upp forskotið jafnt og þétt. Mestur fór munurinn í 18 stig 59-41. Staðan í hálfleik var síðann 61-46.

Síðari hálfleikur var sveiflukenndur og reyndu gestirnir allt hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn aftur, en Hamar átti alltaf svör við höggum gestanna. Minnst fór munurinn niður í 10 stig, en mestur varð hann í lokinn 30 stig. Að lokum var niðurstaðan 29 stiga sigur heimamanna 108-79. Ragnar Jósef var stigahæðstur heimamanna með 24 stig ásamt 6 stoðsendingum. Pálmi Geir var hinsvegar framlagshæðstur með 32 framlagspunkta. 22 stig og 8 fráköst. Hjá gestunnum var Ísak Örn stigahæðstur með 20 stig og 7 fráköst, en Brandonn Cataldo setti 17 stig og tók 11 fráköst.



Snæfell vermir því áfram botnsæti deildarinnar. En á hinum endanum eru það Hamarsmenn sem leiða deildinna ásamt Hetti sem sigraði Breiðablik í kvöld. Allt stefnir því í hreinann úrslitaleik þann 20.Mars næstkomandi þegar Hamar og Höttur mætast í loka umerðinni.

Tölfræði leiks

Umfjöllun / Ívar Örn

Fréttir
- Auglýsing -