Keflavík hafði betur gegn Grindavík í kvöld í fjórða leik undanúrslita einvígis liðanna í Subway deild karla, 89-82. Með sigrinum tryggði Keflavík sér oddaleik í einvíginu 2-2, en hann mun fara fram komandi þriðjudag 14. maí.
Víkurfréttir spjölluðu við við Halldór Garðar Hermannsson leikmann Keflavíkur eftir leik í Blue höllinni, en hann fékk brottrekstur úr leiknum eftir að hafa nælt sér í eina tæknivillu fyrir tuð og eina óíþróttamannslega villu fyrir að stöðva hraðaupphlaup í leiknum.
Viðtöl birt upphaflega á vef Víkurfrétta