14:42
{mosimage}
Snorri Örn Arnaldsson hlaut Silfurmerki KKÍ
Nú fyrir stundu var kosið í stjórn KKÍ á þingi sambandsins sem fram fer í Smáranum í Kópavogi. Ný í stjórn eru Guðbjörg Norðfjörð, Guðjón Már Þorsteinsson, Erlingur Hannesson og Páll Kolbeinsson en Bjarni Gaukur Þórmundsson, Gísli Georgsson, Guðjón Guðmundsson og Snorri Örn Arnaldsson gaf ekki kost á sér til áframkjörs.
Ekki hefur verið kosið um formann en núverandi formaður, Hannes S. Jónsson, er einn í kjöri. Í stjórn sambandsins með honum verða því næstu tvö árin, Erlingur Hannesson, Eyjólfur Þór Guðlaugsson, Guðbjörg Norðfjörð, Guðjón Már Þorsteinsson, Páll Kolbeinsson og Þóra Melsteð.
Við upphaf þings í gær voru veitt tvær heiðursviðurkenningar þegar Halldóri Halldórssyni var veitt Gullmerki KKÍ og Snorra Erni Arnaldssyni Silfurmerki KKÍ.
Mynd: [email protected]