13:25
{mosimage}
Halldór Rúnar Karlsson sem leikið hefur með Njarðvíkingum undanfarin ár og þar áður með Keflavík ákvað í vor að leggja skóna á hilluna og halda til Danmerkur til náms. Eitthvað hallaði þó hillan og skórnir duttu niður aftur og nú hefur Halldór hafið að leika með Horsens BC.
Horsens BC lék í Basketligaen á síðasta ári en fékk ekki heimild til að leika þar í vetur og ákvað því stjórnin að byrja frá grunnig og liðið leikur því í 3. deild í vetur.
Deildarkeppnin hefst um næstu helgi en liðið lék í bikarnum á dögunum og mætti þar úrvalsdeildarliðinu Åbyhøj og steinlá vægast sagt, 62-126. Halldór átti ágætan leik og skoraði um 20 stig.
Mynd. www.vf.is