Undir 18 ára stúlknalið Íslands átti ekki leik á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag, en í gær og í fyrradag máttu þær þola tap gegn Eistlandi fyrst og svo Danmörku. Þrír leikir eru eftir hjá liðinu á mótinu, á morgun mæta þær heimastúlkum í Svíþjóð, föstudag liði Finnlands og svo klárast mótið með leik gegn Noregi á laugardag.
Karfan hitti Halldór Karl Þórsson þjálfara Íslands nú í kvöld er liðið var við æfingar í Rosenborgarsalnum í Södertalje. Ræddi Halldór mótið hingað til, hvaða lærdóm liðið er að taka úr þessum fyrstu tveimur leikjum og ástandið á hóp Íslands.