spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaHalldór Karl: Maður vill standa uppi sem sigurvegari afþví að maður vann...

Halldór Karl: Maður vill standa uppi sem sigurvegari afþví að maður vann fyrir því

Fordæmalausar aðstæður eru uppi í heimi íþrótta þessa dagana. Þar sem að keppni hefur annaðhvort verið frestað um óákveðinn tíma, eða tímabilinu aflýst í flestum deildum.

Karfan fór af stað og tók stöðuna hjá nokkrum málsmetandi aðilum.

Sá fyrsti í röðinni er Halldór Karl Þórsson, þjálfara Fjölnis í fyrstu deild kvenna. Fjölnir hafði á dögunum tryggt sér efsta sæti fyrstu deildarinnar og telja ansi líklegar til þess að vinna sér sæti í Dominos deildinni fyrir næsta tímabil. Það er þó ekki öruggt, því fyrst hefði liðið þurft að vinna sér sætið með sigrum í úrslitakeppni deildarinnar.

Hvernig er að vera í leyfi útaf þessum aðstæðum?

Mjög skrýtið, ég er í 100% starfi sem körfuboltaþjálfari svo það er mjög óvenjulegt að fara ekkert inn í íþróttahúsið, líf mitt undan farið ár hefur farið meira fram í íþróttahúsum heldur en heima hjá mér svo þetta eru svo sannarlega breyting fyrir mig.

Nú eru stórar ákvarðanir framundan hjá hreyfingunni, hvað finnst þér mikilvægast að sé til hliðsjónar þegar ákvarðanir eru teknar?

Fyrst og fremst bara hagsmuni leikmanna og fólksins í landinu, ef við getum dregið úr útbreiðslu með þessum ákvörðunum þá er það algjörlega það eina rétta í stöðunni, að sjálfsögðu vilja allir spila og erum við öllsömul spennt fyrir að sjá allar úrslitakeppnirnar sem voru á döfinni enda skemmtilegasti tíma ársins hjá okkur körfuboltaunnendum, en fyrir þau lið sem eru með marga erlenda leikmenn er nánast ómögulegt að fara halda þeim öllum hér í óákveðin tíma enda held ég að flest öll lið sendi leikmenn sína heim. Síðan vitum við ekkert hvernig ástandið verður eftir mánuð, í stuttumáli þá öfunda ég stjórn kkí ekki neitt að þurfa að taka ákvarðanir á þessum tímum

Stórum spurningum enn ósvarað, fari svo að tímabilinu verði aflýst. Hvað leggur þú til að verði gert varðandi þau lið sem koma eigi upp, falla eigi niður og finnst þér að eitthvað lið ætti að fá þann stóra, líkt og við höfum séð í Belgíu og Svíþjóð?

Virkilega erfið spurning til að svara, ef eiginhagsmunasemin í mér myndi ráða förinni myndi ég að sjálfsögðu vilja færa þau lið upp í þeim sætum sem taflan gefur til kynna núna. En fyrir mig sem keppnismaður þá myndi mér aldrei finnast eins og við hefum unnið fyrir því að fara upp um deild nema með því að klára úrslitakeppnina. Það yrði rosalega erfitt að fella lið niður sem eru ennþá í baráttu um að halda sér í deildinni, á móti því er líka erfitt að færa þau lið ekki upp sem hafa unnið fyrir því allan veturinn að vera á toppi deildarinnar. Fyrir mínar sakir yrði þetta kjörin leið til að fjölga í úrvalsdeild kvenna og spila jafnvel bara þetta eina skiptið á næsta tímabili með stóra úrvalsdeild karla sem gæti skipt upp efri og neðri hluta deildarinnar um mitt tímabil eins og í öðrum deildum í Evrópu.

 “Það væri alveg hægt að krýna fyrsta sætið íslandsmeistara en það vill engin standa upp sem sigurvegari útaf ástandi í þjóðfélaginu, maður vill standa uppi sem sigurvegari afþví að maður vann fyrir því.

Fari svo að því verði frestað, sérðu fyrir þér að liðin verði klár til þess að klára mótið seinna, jafnvel í sumar?

“Nei það held ég alveg alls ekki, það yrði aldrei sami bragur á liðinu eins og ef þau væri að fara byrja úrslitakeppnina núna. Einhverjir leikmenn gætu alveg verið dottnir úr formi þótt þeir myndu lofa að vera í topp standi þegar þeir kæmu til baka. Fyrstu leikirnir yrðu eins og æfingaleikir á haustin og liðin algjörlega dottin úr „rythma“. Þetta væru ekki sömu lið eins og þau eru í dag.”

Að lokum, með hverju mælir Halldór í samkomubanninu?

Það jákvæða sem ég tek útúr samkomubanninu er meiri tími með fjölskyldunni, maður getur tekið sér góðan tíma í að ákveða hvaða myndir við ættum að horfa á, allskonar leikir, spil og púsl sem eiga eftir að koma sér að góðum notum og gæti jafnvel verið að ég lesi bók í fyrsta skiptið í 10 ár. 7 ára dóttir mín á eftir að vera með meiri fráhvarfseinkenni frá körfuboltanum en ég svo við ætlum að „mastera“ allt í driplinu sem KKÍ gaf út hérna um árið. Fyrir alla körfuboltaþjálfara sem þjálfa minnibolta mæli ég með því að hvetja sína krakka í að gera þessar æfingar heima.”

Fréttir
- Auglýsing -