Einn leikur fór fram í fyrstu deild karla í kvöld.
Hamar lagði topplið Ármanns í Hveragerði, 100-89. Með sigrinum jafnaði Hamar Ármann að stigum í efsta sæti deildarinnar. Bæði lið eru nú með 18 stig eftir 12 leiki, en fyrir neðan þau í 3.-4. sætinu eru Sindri og ÍA bæði með 16 stig.
Karfan spjallaði við Halldór Karl Þórsson þjálfara Hamars eftir leik í Hveragerði.
Viðtal / Oddur Ben