spot_img
HomeFréttirHalldór Garðar Hermannsson - Pepplistinn Minn

Halldór Garðar Hermannsson – Pepplistinn Minn

 

Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?

 

Við fengum leikmann Þórs úr Þorlákshöfn, Halldór Garðar Hermannsson, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.

 

Þór fær Keflavík í heimsókn kl. 20:00 í 2. umferð Dominos deildarinnar og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 

Halldór:

"Er ekki með neinn sérstakan playlist fyrir leiki en hlusta oft á þessi til að verða peppaður"

 

 

 

One dance – Drake

Mjög góður taktur sem kemur manni í gírinn, svo klikkar Drake ekki.

 

Hvítur bolur gullkeðja – Herra Hnetusmjör

Mikið spilað í Grikklandi í sumar með u-20, góðar minningar.

 

Starboy – The Weeknd

Mikill The Weeknd maður verð að hafa eitthvað með honum á þessum lista.

 

Low life- Future

Virkilega gott lag!

 

Lítur vel út – Aron Can

Ekki annað hægt en að hafa eitthvað með Aron Can hann á svo mörg flott lög sem sjá til þess að maður sé rétt stemmdur.

Fréttir
- Auglýsing -