Vestri lagði Fjölni í dag í fyrsta leik átta liða úrslitaeinvígis liðanna í fyrstu deild karla, 79-76. Það lið sem vinnur fyrst tvo leiki kemst áfram í undanúrslitin, en næsti leikur liðanna er í Dalhúsum komandi þriðjudag 11. maí.
Viðburðastofa Vestfjarða spjallaði við Halldór Karl Þórsson, þjálfara Fjölnis, eftir leik á Ísafirði.