Staðan er 56-48 KR í vil gegn Stjörnunni þegar blásið hefur verið til hálfleiks í fyrstu viðureign liðanna í úrslitum Iceland Express deildar karla. Brynjar Þór Björnsson kom með bombu undir lok fyrri hálfleiks er hann setti niður flautuþrist fyrir KR úr erfiðu færi.
Brynjar Þór er með 17 stig í hálfleik hjá KR og Hreggviður Magnússon 13 sem hefur leikið vel í fjarveru Fannars Ólafssonar í KR liðinu. Hjá Stjörnunni er Justin Shouse með 16 stig en Renato Lindmets með 15.
Töluvert hefur verið flautað í þessum fyrir hálfleik eða samtals 32 villur þar sem Skarphéðinn Ingason, KR, og Jovan Zdravevski, Stjarnan, eru komnir með 4 villur.
Nánar síðar…
Mynd/ [email protected] – Marcus Walker er kominn með 6 stig í liði KR í fyrri hálfleik.