Hákon Hjálmarsson, bakvörður ÍR, hefur samið við Binghamton Bearcats háskólann um að leika með þeim á næsta tímabili. Binghamton eru í fyrstu deild bandaríska háskólaboltans, en þar eru þeir í American East deildinni.
Í eitt skipti hefur skólinn komist í mót marsfársins, en það var árið 2009, þar sem þeir töpuðu fyrir Duke í fyrstu umferð.
Hákon, sem er nýorðinn tvítugur, hefur skilað 11 stigum, 3 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik fyrir ÍR í vetur.