Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu seinni leik helgarinnar fyrir Stony Brook Seawolves í kvöld í bandaríska háskólaboltanum, 80-70. Bearcats búnir að tapa fyrstu fimm leikjum tímabilsins og leitin að fyrsta sigrinum heldur því áfram.
Hákon var áfram í byrjunarliði liðsins í kvöld. Skilaði 8 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum í leiknum. Næsti leikur Bearcats er gegn Central Connecticut Blue Devils komandi þriðjudag 22. desember.