spot_img
HomeFréttirHákon Örn og Binghamton lutu í lægra haldi fyrir Seawolves

Hákon Örn og Binghamton lutu í lægra haldi fyrir Seawolves

Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld fyrir Stony Brook Seawolves í bandaríska háskólaboltanum, 73-59. Leikurinn sá fjórði sem Bearcats tapa á tímabilinu, en þeir leita enn að sínum fyrsta sigri.

Hákon Örn lék 19 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hann 2 stigum, frákasti og 2 stoðsendingum. Bearcats leika aftur við Seawolves nú á sunnudagskvöldið 20. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -