spot_img
HomeFréttirHákon Örn og Binghamton lágu fyrir Vermont Catamounts

Hákon Örn og Binghamton lágu fyrir Vermont Catamounts

Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld fyrir Vermont Catamounts í bandaríska háskólaboltanum, 76-60. Bearcats farið afleitlega af stað í vetur, þar sem að liðið hefur tapað níu leikjum, en aðeins unnið einn það sem af er tímabili.

Á níu mínútum spiluðum í leik kvöldsins setti Hákon Örn þrjú stig, en hann tók aðeins tvö skot af vellinum. Bearcats og Catamounts mætast svo í öðrum leik annað kvöld, sunnudaginn 10. janúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -