Hákon Örn Hjálmarsson og Binghamton Bearcats töpuðu í kvöld fyrir Youngstown State Penguins í bandaríska háskólaboltanum, 79-65. Leikurinn sá þriðji sem Bearcats tapa, en þeir leita enn að fyrsta sigri vetrarins.
Hákon Örn var í byrjunarliði Bearcats í kvöld og lék 34 mínútur. Á þeim skilaði hann 9 stigum, 3 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Næst leika þeir gegn Stony Brook Seawolves komandi laugardag 19. desember.