spot_img
HomeFréttirHaka-dansandi Hattarmaður á HM

Haka-dansandi Hattarmaður á HM

Eitt íslenskt félagslið á fulltrúa á heimsmeistaramótinu á Spáni eða átti öllu heldur því Nýsjálendingurinn Everard Bartlett er fallinn úr leik með „Haka“-dansandi Nýsjálendingum.
 
 
Bartlett lék með Hetti tímabilið 2007-2008 og var þá með 28,1 stig að meðaltali í leik í 16 leikjum. Bartlett var með 4,7 stig og 1,5 frákast að meðaltali í leik með Nýsjálendingum á HM sem féllu út með naumindum í 16-liða úrslitum eftir 76-71 ósigur gegn Litháen.
 
Besti leikur Bartlett á þessu heimsmeistaramóti kom gegn Úkraínu þar sem hann var með 14 stig og 4 fráköst þar sem Nýsjálendingar höfðu 73-61 sigur í leiknum í riðlakeppninni.
 
 
Og sem Nýsjálendingur lét Bartlett sitt að sjálfsögðu ekki eftir liggja þegar kom að þjóðsöngi liðsins en um hann sjá leikmenn liðsins sjálfir og er ekki söngur heldur dans sem ber heitið „Haka“ – nokkuð sem kom leikmönnum bandaríska landsliðsins spánskt fyrir sjónir.
 
 
Þá má bæta því við svona víst við erum byrjuð að tengja Nýsjálenska liðið við Ísland að BJ Anthony leikmaður Nýsjálendinga lék með Stjörnumanninum Jarrid Frye í Ástralíu en þeir kappar bjuggu saman og eru miklir mátar. Anthony lét t.d. vel að sér kveða gegn Bandaríkjamönnum á HM með 11 stig og 3 fráköst í leiknum. 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -