Snæfell hefur samið við Haiden Palmer um að þjálfa liðið í fyrstu deild kvenna á næstu leiktíð. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Haiden er öllum hnútum kunnug í Hólminum, en sem leikmaður þeirra varð hún Íslandsmeistari árið 2016, en þá var hún einnig á mála hjá þeim tímabilið 2020-21. Til starfsins kemur hún frá skóla sínum Gonzaga í Bandaríkjunum þar sem hún hefur þjálfað síðustu misseri.