Herra Borgarnes eða flestum þekktur undir nafninu Hafþór Ingi Gunnarsson hefur nú sagt skilið við Skallagrímsmenn í bili og samið við Snæfell og mun því leika undir stjórn Inga Þórs Steinþórssonar á næsta tímabili í Iceland Express deildinni.
Hafþór samdi til eins árs við Hólmara en þar hefur hann leikið áður, leiktímabilið 2003-2004 og því öllum hnútum kunnugur í bænum. Hafþór lék með Borgarnesi á síðasta ári en vildi breyta til og samdi við fyrrum félaga sína í Snæfell. Hafþór mun styrkja lið Hólmara og er góð viðbót við skemmtilegan hóp.
Hafþór gerði 18 stig, tók 4,4 fráköst og gaf 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Skallagrím á síðustu leiktíð.
Mynd/ Davíð Sveinsson: Hafþór Ingi Gunnarsson nýjasti liðsmaður Snæfells ásamt formanninum Gunnari Svanlaugssyni.