spot_img
HomeFréttirHafþór Björnsson til KR

Hafþór Björnsson til KR

{mosimage}

Unglingalandsliðsmaðurinn Hafþór Björnsson er genginn til liðs við KR úr FSu.  Hafþór er uppalinn Bliki, en ákvað á dögunum að söðla um og leika með KR.  

Hafþór Björnsson er 204 cm hár og fæddur 1988, hann lék í fyrra með FSu á Selfossi, þar sem að hann var bróðurpart vetrarins meiddur á ökkla og þurfti meðal annars að ganga undir aðgerð. Hafþór spilaði því lítið með liðinu en hann bætti líkamlegan styrk sinn og mun reynast KR-ingum mikill styrkur bæði í drengja- og unglingaflokk.  Að auki mun Hafþór æfa með meistaraflokk félagsins.  

Hafþór var spurður hvað hefði ráðið því að hann skipti yfir í KR: Ég vildi breyta til eftir góðan tíma hjá FSu og fannst KR vera með besta prógrammið í gangi, og ákvað þá í samráði við foreldra mína að skipta. Ég vildi skipta í lið sem hefði alvöru drengja- og unglingaflokk og vonaðist einnig til að fá að æfa með meistaraflokk.  Mig hlakkar til að takast á við veturinn framundan, því það eru traustir strákar í KR.  

Hafþór er í tólf manna hóp í 18 ára landsliðinu, sem heldur til Grikklands á laugardaginn.  Þar tekur liðið þátt í A-keppni evrópumóts 18 ára liða. 

Frétt af www.kr.is/karfa

  

Fréttir
- Auglýsing -