Haukar sigruðu Stjörnuna með 86 stigum gegn 66 á heimavelli þeirra síðarnefndu að Ásgarði í Garðabæ. Leikurinn var sá síðasti í 19. umferð Dominos deildarinnar. Haukar því enn í 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og topplið Snæfell, en verri niðurstöðu úr innbyrðisviðureign. Haukar eiga einmitt sinn næsta leik gegn Snæfell þar sem að líklegt er að um deildarmeistaratitilinn verði spilað. Stjarnan sem áður í 6. sæti deildarinnar, en þar sem ekkert lið fellur í ár, án allrar hættu á að verða deild neðar næsta haust.
Heimastúlkur í Stjörnunni með eilítið annan mannskap í þessum leik en þær höfðu haft áður. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var frá vegna meiðsla sem og Margrét Kara Sturludóttir að ná sér af flensu og þar með fyrir utan byrjunarliðið í þessum leik. Einnig hafði Stjarnan ráðið nýjan þjálfara, Berry Timmermans, en þetta var hans fyrsti leikur.
Leikurinn var jafn og spennandi fyrstu mínúturnar. Liðin skiptust mikið til á að setja þriggja stiga körfur á hvort annað. Þegar að 1. leikhlutinn var hálfnaður var staðan 11-12 fyrir Hauka. Lok hlutans áttu þær, Haukar, svo alveg. Tóku myndarlegt 0-12 áhlaup og fóru með 11 stiga forystu til 2. leikhlutans, 13-24. Leikmaður Hauka, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar, Chelsie Schweers fór mikinn í þessum 1. leikhluta og skoraði heilar 3 þriggja stiga körfur í hlutanum.
Annar leikhlutinn fór svo svipaður af stað og sá 1. Liðin skiptust á að skora og þegar að hann var um hálfnaður, var munurinn um það bil sá sami, um 10 stig. Undir lokin, aftur, settu gestirnir í fluggírinn og settu 10 stig í röð á Stjörnuna. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru munur Hauka þá kominn í 21 stig, 23-44.
Atkvæðamest fyrir heimamenn í þessum fyrri hálfleik var Eva María Emilsdóttir með 8 stig og 2 fráköst á meðan að fyrir gestina var það Helena Sverrisdóttir sem dróg vagninn með 14 stigum og 6 fráköstum.
Seinni hálfleikinn hófu Haukar svo á svipuðum nótum og þeir höfðu endað þann fyrri á, eða með 0-7 áhlaupi. Sókn Stjörnunnar fer hinsvegar að ganga betur þegar þarna er komið við sögu og ná þær að minnka mun Hauka niður í 14 stig, 43-57, fyrir lokaleikhlutann.
Stjarnan heldur svo áfram að setja stig á töfluna í 4. leikhlutanum. Koma mun Hauka niður í aðeins 12 stig. Lengra komust þær þó ekki. Gestirnir úr Hafnarfirði sáu við frekara áhlaupi heimastúlkna og sigldu að lokum öruggum 20 stiga sigri í höfn, 66-86.
Maður leiksins var áðurnefndur leikmaður Hauka, Helena Sverrisdóttir, en hún skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á 35 mínútum í kvöld.
Umfjöllun, viðtöl / Davíð Eldur
Myndir / Bára Dröfn
Viðtöl: