spot_img
HomeFréttirHafnaði tilboði frá litháísku meisturunum

Hafnaði tilboði frá litháísku meisturunum

{mosimage}

 

(Ágúst Björgvinsson) 

 

Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, hafi hafnað fyrir skemmstu tilboði frá litháísku meisturunum Lietuvos Rytas en þeir vildu fá Ágúst sem aðstoðarþjálfara hjá liðinu.

 

Eftir mikla og langa yfirlegu ákvað Ágúst, að sögn Fréttablaðsins, að hafna tilboðinu þó það hafi verið freistandi enda um eitt fremsta lið í Evrópu að ræða. „Það var vissulega erfitt að segja nei en aðstæður hjá mér í dag bjóða ekki upp á að ég flytji utan með skömmum fyrirvara,“ segir Ágúst við Fréttablaðið.

 

Spennandi vetur er framundan hjá Ágústi og Haukaliðinu þar sem Haukar munu að nýju tefla fram liði í Evrópukeppninni. „Svo er ég að setja upp körfuboltaakademíu hjá Flensborg ásamt fleiru,“ sagði Ágúst.

 

„Mér var sýndur mikill heiður með þessu tilboði því það eru hundruðir þjálfara í Litháen sem eru á höttunum eftir slíku tækifæri,“ sagði Ágúst.

 

Heimild: Fréttablaðið

Fréttir
- Auglýsing -