spot_img
HomeFréttir”Haffi komdu heim” sungu Borgnesingar

”Haffi komdu heim” sungu Borgnesingar

Vesturlandsskjálftinn fyrri var háður í Domino´s deildinni í kvöld í Stykkishólmi en það þarf ekki að nefna að þar mættust Snæfell og Skallagrímur en geri það samt. “Haffi komdu heim” sungu Borgnesingar og voru eiturhressir í stúkunni og vel mætt úr Fjósinu í Fjárhúsið.
 
Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Asim McQueen, Jay Threatt, Hafþór Ingi.
Skallgrímur: Carlos Medlock, Haminn Quaintance, Sigmar Egilsson, Davíð Ásgeirsson, Trausti Eiríksson.
 
 
Snæfell byrjuðu á að leiða leikinn 7-2 en ef það hefði ekki verið fyrir Carlos Medlock þá hefðu Skallagrímsmenn setið eftir og hann hélt þeim við efnið en Davíð Ásgeirs kom Skallagrím yfir 13-14. Snæfellingar hittu afar illa í sóknum sínum þrátt fyrir mjög góð færi og á móti ætluðu Skallagrímsmenn að selja sig dýrt og berjast vel. Staðan eftir fyrsta hluta 20-20 og hörkuleikur í boði.
 
 
Snæfellingar komu hressari í annan leikhluta og komust yfir 28-20 og splæstu í þétta vörn þar sem Skallgrímur kom ekki stigi niður í 3 mínútur. Það rigndi langskotum frá Nonna Mæju, Sigurði Þorvalds og Pálma Frey sem komu Snæfelli í 39-23. Haminn kveikti aðeins í Skallagrím með stolnum bolta og troðslu og staðan 41-30 fyrir Snæfell. Skallagrímur náðu að jafnavægisstilla sinn leik og fóru aðeins á flot en voru þó að elta og staðan í hálfleik var 53-39 fyrir Snæfell.
 
 
Hjá Snæfelli voru stigahæstir Nonni með 14 stig og Pálmi Freyr 12 stig. Hjá Skallagrím var Carlos Medlock kominn með 13 stig og Haminn Quaintance 9 stig.
 
 
Snæfell hafði yfirhöndina í leiknum með 20 stigum 66-46 og voru Pálmi Freyr og Nonni Mæju á eldi. Þriðji leikhluti hófst líkt og annar að Snæfell hélt tempóinu og létu ekki slá sig útaf laginu þó Skallagrímsmenn reyndu vel en þá réðu þeir ekkert við Pálma Frey. Eftir smá hrindingar á milli Medlock og Sveins Arnars uppskáru þeir báðir óíþróttamannslega villu og Sveinn fór útaf með sína fimmtu villu en Davíð Ágeirsson hafði farið rétt áður á tréverkið hjá Skallagrím með fimm. Staðan 77-52 fyrir Snæfell fyrir fjórða fjórðung.
 
 
Frákastalega átti Snæfell hátt í helmingi fleiri og voru að taka sín varnarfráköst sérstaklega. Snæfellingar voru komnir 27 stigum yfir um miðjan fjórða hluta 88-61 og réðu yfir leiknum sem fór úr að vera skjálfti í smá hristing. Haminn var að safna vörðum skotum í safnið og gekk ágætlega. Snæfell sigraði auðveldlega 98-81 en Skallagrímsmenn söxuðu á undir lokin en það munar eitthvað um Pál Axel sem var ekki með Skallagrími í kvöld.
 
 
Snæfell: Pálmi Freyr 25/4 frák/3 stoðs. Jón Ólafur 21/6 frák/5 stoðs. Jay Threatt 18/10 frák/9 stoðs. Asim McQueen 14/13 frák. Sigurður Þorvaldsson 14. Stefán Torfason 4. Ólafur Torfason 2/7 frák. Sveinn Arnar 0. Hafþór Ingi 0/4 stoðs. Magnús Ingi 0. Kristinn Einar 0. Kristófer 0.
 
 
Skallgrímur: Carlos Medlock 28/5 frák/3 stoð. Haminn Quaintance 18/9 frák/5 stoð. Sigmar Egilsson 9/4 frák. Davíð Ásgeirsson 8. Orri Jónsson 6. Birgir Sverrisson 4. Davíð
Guðmundsson 3. Andrés Kristjánsson 3. Trausti Eiríksson 2. Hjalti 0. Atli 0. Elfar 0.
 
Mynd/ Sumarliði Ásgeirsson

Umfjöllun/ Símon B. Hjaltalín
  
Fréttir
- Auglýsing -