spot_img
HomeFréttirHafa ekki séð Jakob spila

Hafa ekki séð Jakob spila

09:57

{mosimage}

Ungverska liðið Kecskemeti hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Jakobi Erni Sigurðarsyni sem hefur verið að leita sér að liði í haust.
Jakob hefur leikið á Spáni og í Þýskalandi eftir að hann kláraði háskólanám í Bandaríkjunum. Ungverjarnir eiga þó enn eftir að sjá Jakob spila.

„Þetta er í vinnslu. Þeir vildu fá hann í heimsókn en það er ekki hægt þar sem hann er á fullu með landsliðinu. Ég veit að þeir eru búnir að tala háskólaþjálfarann hans og hann var alveg sannfærður um að það myndi duga fyrir þá. Nú er bara spurning um hvort að þeir skrifi undir við hann án þess að sjá hann spila," sagði Sigurður Hjörleifsson, umboðsmaður og faðir Jakobs.

„Jakob er spenntur og þetta lítur vel út. Ég er búinn að skoða þetta lið og þetta er mjög góður klúbbur," segir Sigurður, sem er mjög bjartsýnn á að Jakob spili með liðinu. Kecskemeti varð í níunda sæti í ungversku deildinni síðasta tímabil en urðu bikarmeistarar 2006. www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -