Ísak Máni Wíum hefur sagt upp sem þjálfari ÍR í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum nú í morgun.
Samkvæmt færslu félagsins mun Ísak hafa beðist lausnar sem þjálfari meistaraflokks karla, en hann mun þó halda áfram sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Færsluna má lesa hér fyrir neðan, en í henni segir að aðstoðarþjálfari liðsins Baldur Már Stefánsson muni stýra liðinu í næstu leikjum.
Ísak hefur verið þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍR síðan 2022, en síðasta vor tryggði hann liðið aftur upp í Bónus deildina eftir sigur í úrslitakeppni fyrstu deildarinnar.