Undir 20 ára karlalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Matosinhos í Portúgal. Í gær valtaði liðið yfir Ungverja í lokaleik riðlakeppninnar.
Niðurstaðan því sú að Íslenska liðið er á leið í átta liða úrslit B-deildarinnar í ár. Ísland mætir Tékklandi í átta liða úrslitum en leikurinn fer fram á föstudaginn kl 13:00 að Íslenskum tíma. Hann verður í beinni hér á Körfunni.
Hafnfirðingurinn Hilmar Smári Henningsson leikmaður Valencia á Spáni hefur verið frábær í íslenska liðinu og skilað 18,3 stigum, 5,3 fráköstum og 2,3 stoðsendingum í leik. Það hefur skilað honum því að hann er á meðal níu leikmanna sem tilnefndir eru sem MVP mótsins.
Hann er eini íslenski leikmaðurinn á listanum og er þegar þetta er skrifað í öðru sæti kosningarinnar. Það er því mikilvægt að Íslendingar taki sig sama og kjósi Hilmar til sigurs.