01:12
{mosimage}
(Gunnlaugur Hafsteinn)
Sauðkrækingurinn Gunnlaugur Hafsteinn Elsuson hefur verið ráðinn þjálfari Ármanns/Þróttar en hann undirritaði samning þess efnis um síðustu helgi. Gunnlaugur verður spilandi þjálfari hjá Ármanni/Þrótti og kærkomin búbót þar á bæ en Gunnlaugur lék að meðaltali 23 mínútur með Tindastól í Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð og gerði 7 stig að meðaltali í leik.
Gunnlaugur situr ekki auðum höndum þessa dagana en hann er meira en liðtækur kylfingur og er staddur í Hafnarfirði þessa dagana þar sem hann keppir á Íslandsmótinu í höggleik á Hvaleyrarvelli.
Þá er einnig er ljóst að leikmenn úr Hvíta Riddaranum munu ganga í lið með Ármanni/Þrótti og von er á fleiri leikmönnum segir á vefsíðunni www.armenningar.is
Það verður því fjölmennur og sterkur hópur Ármanns/Þróttar sem mætir til leiks næsta vetur.