spot_img
HomeFréttirGunnhildur: Þær verða hættulegri eftir rimmuna gegn Grindavík

Gunnhildur: Þær verða hættulegri eftir rimmuna gegn Grindavík

Úrslitarimma Hauka og Snæfells í Domino's deild kvenna hefst í kvöld á Ásvöllum í Hafnarfirði. Karfan.is heyrði í Gunnhildi Gunnarsdóttur leikmanni Snæfells og spurði hana út í þetta allt saman.

 

"Ég held að þessi úrslitarimma verði bara járn i járn. Þetta eru klárlega tvö bestu liðin á landinu sem eru að berjast um titilinn í ár. Leikirnir í vetur hafa verið skemmtilegir þar sem bæði lið hafa farið með sigur af velli í heimaleikjum sinum. Við í Hólminum erum spennt fyrir rimmunni enda er þetta toppurinn á tímabilinu! Þetta verður líf og fjör!"

 

Leið Hauka í úrslitin var ekki beint greið þar sem þær lentu 0-2 undir gegn Grindavík en tókst að vinna 3 leiki í röð til að komast í alla leið. Hvaða áhrif ætli erfiðleikar Hauka í byrjun hafi á úrslitaseríuna? 

 

"Ég held þær verði hættulegri eftir rimmuna gegn Grindavík. Það er erfitt að vera komin 2-0 undir og að vinna þrjá í röð er virkilega vel gert. Við þurfum allar að mæta 100% og skila framlagi til þess að leggja Hauka af velli."

 

Framlag annarra leikmanna í Haukaliðinu var takmarkað í tapleikjum liðsins í upphafi. Verður markmiðið hjá Snæfelli að stöðva þá en gefa Helenu lausan tauminn?

 

"Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að reyna að hægja eins og við getum á Helenu, en hún vinnur ekkert ein og því þurfum við bara að spila flotta liðsvörn.

 

Haukar eiga heimavöllinn og unnu báða leiki liðanna þar í vetur. Mun það setja strik í reikinginn fyrir Snæfell? 

 

"Það er erfitt að koma þangað og sækja sigur. Ég hef hinsvegar trú á því að við getum unnið Hauka á þeirra heimavelli enda verðum við að gera það til að verða Íslandsmeistarar." 

 

Leikur Hauka og Snæfells hefst á Ásvöllum kl. 17:00 í dag.

Fréttir
- Auglýsing -