Snæfell lagði heimakonur í Grindavík í kvöld í 18. umferð Dominos deildar kvenna, 57-59. Eftir leikinn er Grindavík, sem áður, í 8. sæti deildarinnar og Snæfell í því 6.
Karfan spjallaði við leikmann Snæfells, Gunnhildi Gunnarsdóttur, eftir leik í Mustad Höllinni.