18:00
{mosimage}
(Gunnhildur, fyrir miðju, tekur við verðlaunum sínum)
Körfuknattleiks- og frjálsíþróttakonan Gunnhildur Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður Snæfells árið 2006 en hún er vel að titlinum komin enda var hún helsti burðarás Snæfells kvenna í 2. deildinni í vetur.
Snæfell lauk keppni í 3. sæti deildarinnar þar sem Gunnhildur gerði 13,3 stig að meðaltali í leik. Gunnhildur hefur alla tíð skarað fram úr meðal jafnaldra í körfuknattleik og einnig í frjálsum íþróttum. Hún stóð sig frábærlega með 16 ára landsliðinu s.l sumar og á vafalítið eftir að láta vel til sín taka á næstu misserum, bæði í körfunni sem og á frjálsíþróttasviðinu.