Gunnhildur Bára Atladóttir og St. Lawrence Saints unnu í nótt Plattsburg State í bandaríska háskólaboltanum, 41-83.
Leikurinn sá þriðji í röð sem Saints vinna, en þær hafa ekki enn tapað leik.
Gunnhildur Bára lék 9 mínútur í leiknum, tók ekki skot af vellinum, en skilaði einu stigi af vítalínunni, tveimur fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti.
Næsti leikur Saints er komandi föstudag 19. nóvember gegn Williams College.
- ESPN Player mun sýna yfir 2000 leiki í vetur
- Fylgstu með með því að gerast áskrifandi hér: https://bit.ly/ESPNKarfan
- Öllum nýjum áskriftum fylgir 7 daga frí prufa
- ESPN Player smáforritið er aðgengilegt á spjaldtölvum, símum og Android Tv
- ESPN Player er aðeins á ensku