Gunnar Örn Örlygsson hefur ákveðið að hann þurfi að stíga til hliðar sem formaður KKD. UMFN vegna anna í vinnu sinni. "Ég sé mig knúinn til að láta þetta frá mér vegna mikillar vinnu á komandi mánuðum og það er ekki sanngjarnt af mér að halda í þetta og get ekki sinnt þessu eins og ég vil af fullum þunga." sagði Gunnar í samtali við Karfan.is
Gunnar hefur verið formaður UMFN nú síðustu þrjú tímabil og tvö þeirra voru Njarðvíkingar hársbreidd frá því að fara í gegnum núverandi þrefalda meistara KR. "Ég hef og mun auðvitað áfram vera duglegur að styðja og styrkja klúbbinn bæði fjárhagslega sem og með stuðningi í stúkunni þegar ég get. Ég væri svo til í að koma að enn frekari uppbyggingu körfuknattleiks almennt. En það þarf að bíða þar til hægist á í vinnu hjá mér." sagði Gunnar ennfremur.
Róbert Guðnason varaformaður deildarinnar sest nú í formannsstólinn í stað Gunnars.